Spurt & svarað

Úrvals þjónusta

Veitum faglega og persónulega þjónustu í snyrtilegu umhverfi.

Hikaðu ekki við að hafa samband, fáðu bilanagreiningu og kostnaðarmat fagmanna.

Panta viðtal

Starfsmenn

Sérmenntaðir starfsmenn Eðalbíla með áratuga þekkingu.

  • Bjarki Jónsson

    Meistari í bifvélavirkjun, BMW

    Fæddur 1970. Bifvélavirkjameistari síðan 2001. Byrjaði ferilinn í Bílaumboðinu en færðist með BMW til B&L 1995 þar sem hann var sérfræðingur og tæknistjóri í BMW. Stofnaði síðan Eðalbíla 2009 svo hann hefur unnið í þessum glæsivögnum í 17 ár auk þess að spreyta sig nú á Porsche. Frá 1996 sótt tíu námskeið hjá BMW.

    Hafa samband við Bjarka 
  • Bragi Þór Pálsson

    Meistari í bifvélavirkjun, BMW & Land Rover

    Fæddur 1985. Bifvélavirki síðan 2008. Byrjaði að vinna hjá B&L 2003 og var einn af stofnendum Eðalbíla 2009. Jafnvígur á BMW, Range Rover og Land Rover, hefur gaman af hvoru tveggja. Á BMW en líka 10 cylindra Dodge Ram fyrir sunnudaga þegar ekki rignir enda með bullandi bíladellu.

  • Davíð Garðarsson

    Meistari í bifvélavirkjun, Land Rover

    Fæddur 1965. Bifvélavirki, tæknistjóri Landrover hjá B&L 1996 til 2009 þegar hann stofnaði Eðalbíla. Hefur sótt um 20 námskeið hjá Landrover og tvö í Hyundai. Byrjaði 1986 hjá B&L svo hann hefur helgað rúmlega helming ævi sinnar Landrover. Spyrjið hann um tattúið.

  • Jón Knútur

    Meistari í bifvélavirkjun, BMW

    Fæddur 1986. Lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 2008 og meistaraprófi 2011. Hóf störf hjá bílaverkstæðinu Stimpli árið 2005, færði sig síðan yfir til B&L 2007 og vann þar til ársins 2009. Hefur verið með annan fótinn hjá Eðalbílum síðan þeir opnuðu og varð fullgildur starfsmaður í september 2010.

  • Gunnar Eyþórsson

    Móttaka, varahlutir og Bifvélavirki

    Fæddur 1992. Meðal áhugamála Gunnars er kappakstur, tónlist og að loka ekki verkbeiðnum. Gunnar hefur keppt í ralli undanfarin ár með góðum árangri. Hóf störf hjá Eðalbílum 2017.

  • Ívar Andri Ívarsson

    Bifvélavirki, BMW & Benz

    Fæddur 1986. Bifvélavirki síðan 2007 með sérstakri áherslu á BMW og Benz. Áhugamálin hans Ívars eru BMW, mannkynssaga og að týna verkbeiðnamöppum. Hóf störf hjá Eðalbílum árið 2015.

1 of 6

Hafa samband