Um fyrirtækið

Fyrirtækið Eðalbílar ehf. var stofnað 3. júní 2009 þegar Davíð „Dassi“ Garðarsson, Bjarki Jónsson, Bragi Þór Pálsson og Arnar Einarsson, allir hoknir af reynslu í BMW, Range Rover, Land Rover og fleiri bíltegundum, tóku sig saman um að búa til í góðri aðstöðu sérhæft og fullbúið verkstæði fyrir þessar bíltegundir. Bjarki nefndi einn daginn við Dassa yfir kaffibolla (og mjólkurkexi) hvort þeir ættu að stofna sjálfir verkstæði og Dassi svaraði stutt og laggott með stóískri ró „Jú“ og boltinn fór að rúlla. Eigendur Eðalbíla vildu spreyta sig sjálfir enda miklir áhugamenn um bíla, ekki síst BMW, Range Rover og Land Rover.

Fyrsta árið voru Eðalbílar til húsa í gamla verkstæði B&L á Grjóthálsi en eftir langa og stranga leit með mörgum ferðum fram og tilbaka um Hálsana, því þeir vildu ekki fara langt, fundu þeir ákjósanlega aðstöðu í Fosshálsi 9 og linntu ekki látunum í hálft ár þar til þeir komust í Fosshálsinn sinn. Þeir tóku við húsnæðinu alveg tómu og byggðu upp eftir sínu höfði, þar sem þeir geyma líka þekkinguna, því þeir vissu sem var að aðstaðan þyrfti að vera í lagi til að þeir gæti einbeitt sér að verkefninu – að laga bíla. Það gekk upp og 3. júní 2010 opnuðu Eðalbílar í Fosshálsi 9.

Margir eigendur BMW, Landrover, Rangerover og fleiri tegunda fylgdu á eftir og hefur þurft að bæta við mannskap. Þeir eru líka hrifnir af að takast á við verkefni og hafa meðal annars lagað Porsche, Bentley, Rolls Royce, Jagúar, MG, Aston Martin og Austin Mini svo það væflast ekki fyrir þeim að taka áskorunum og safna alhliða reynslu.

Yfirbyggingin er höfð sem allra minnst, sjö karlar að vinna á verkstæðinu og allir þrautreyndir, hertir með viðgerðum af öllum toga og síðan eru tveir í móttökunni og því sem snýr að viðskiptavinum en þeir grípa í verkfæri ef þurfa þykir. Auðvitað er samt góð tenging bifvélavirkjana við viðskiptavini.

Úrvals þjónusta

Veitum faglega og persónulega þjónustu í snyrtilegu umhverfi.

Hikaðu ekki við að hafa samband, fáðu bilanagreiningu og kostnaðarmat fagmanna.

Panta viðtal

Starfsmenn

Sérmenntaðir starfsmenn Eðalbíla með áratuga þekkingu.

  • Bjarki Jónsson

    Meistari í bifvélavirkjun, BMW

    Fæddur 1970. Bifvélavirkjameistari síðan 2001. Byrjaði ferilinn í Bílaumboðinu en færðist með BMW til B&L 1995 þar sem hann var sérfræðingur og tæknistjóri í BMW. Stofnaði síðan Eðalbíla 2009 svo hann hefur unnið í þessum glæsivögnum í 17 ár auk þess að spreyta sig nú á Porsche. Frá 1996 sótt tíu námskeið hjá BMW.

    Hafa samband við Bjarka 
  • Bragi Þór Pálsson

    Meistari í bifvélavirkjun, BMW & Land Rover

    Fæddur 1985. Bifvélavirki síðan 2008. Byrjaði að vinna hjá B&L 2003 og var einn af stofnendum Eðalbíla 2009. Jafnvígur á BMW, Range Rover og Land Rover, hefur gaman af hvoru tveggja. Á BMW en líka 10 cylindra Dodge Ram fyrir sunnudaga þegar ekki rignir enda með bullandi bíladellu.

  • Davíð Garðarsson

    Meistari í bifvélavirkjun, Land Rover

    Fæddur 1965. Bifvélavirki, tæknistjóri Landrover hjá B&L 1996 til 2009 þegar hann stofnaði Eðalbíla. Hefur sótt um 20 námskeið hjá Landrover og tvö í Hyundai. Byrjaði 1986 hjá B&L svo hann hefur helgað rúmlega helming ævi sinnar Landrover. Spyrjið hann um tattúið.

  • Jón Knútur

    Meistari í bifvélavirkjun, BMW

    Fæddur 1986. Lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun 2008 og meistaraprófi 2011. Hóf störf hjá bílaverkstæðinu Stimpli árið 2005, færði sig síðan yfir til B&L 2007 og vann þar til ársins 2009. Hefur verið með annan fótinn hjá Eðalbílum síðan þeir opnuðu og varð fullgildur starfsmaður í september 2010.

  • Gunnar Eyþórsson

    Móttaka, varahlutir og Bifvélavirki

    Fæddur 1992. Meðal áhugamála Gunnars er kappakstur, tónlist og að loka ekki verkbeiðnum. Gunnar hefur keppt í ralli undanfarin ár með góðum árangri. Hóf störf hjá Eðalbílum 2017.

  • Ívar Andri Ívarsson

    Bifvélavirki, BMW & Benz

    Fæddur 1986. Bifvélavirki síðan 2007 með sérstakri áherslu á BMW og Benz. Áhugamálin hans Ívars eru BMW, mannkynssaga og að týna verkbeiðnamöppum. Hóf störf hjá Eðalbílum árið 2015.

1 of 6

Hafa samband